Tuesday, May 22, 2012

Tvær nýjar bækur





Rannsóknir á Bugðu 2.

Hér má finna yfirlit yfir helstu fuglategundir sem verpa við Bugðu. Nemendur merkja við þá fugla sem þeir sjá og skila skýrslu.

iBooks (notar flettimöguleika)


Rannsóknir á Bugðu 1



Hér má finna yfirlit yfir helstu gróðurtegundir  við Bugðu. Nemendur merkja við þær plöntur sem þeir sjá og skila skýrslu.

iBooks (notar flettimöguleika)

Wednesday, May 9, 2012

Pöddurnar og prófin

Það er ástæða til að huga sérstaklega að námsmati, og þá ekki síst prófum, hjá nemendum sem nota spjaldtölvur í námi sínu. Við prófuðum nokkrar útfærslur í próftíðinni nú – og mun hér verða skýrt frá einu dæmi.

Prófið í náttúrufræði var þannig uppbyggt að settar voru upp 20 stöðvar í stofunni, númeraðar frá 1 og upp í 20 og auðkenndar með QR-kóðum.


Nemendur fengu fyrirmæli um það kvöldið fyrir próf að setja QR-lesara í pöddurnar í gegnum Facebook. Langflestir mættu með þá í prófið en örfáir fengu aðstoð við að setja þá inn áður en próf hófst.


Allt námsefni sem var til prófs var rafrænt og öll hjálpargögn leyfð (nemendur máttu mæta með glósur í síma, iPod eða fartölvu og nokkuð var um að nemendur í 8. og 10. bekk (sem ekki eru með iPad) nýttu sér það).

Þrjár stöðvar voru fartölvustöðvar þar sem 4 fartölvur voru á hverjum stað og tengdar rafrænni könnun sem hver þurfti að leysa án aðstoðar bekkjarfélaganna. Hinar 17 stöðvarnar voru samvinnustöðvar. Kóðarnir á stöðvunum vísuðu á verkefni sem sjá má hér:

1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20.

Stöðvar 5, 12 og 19 voru einstaklingsprófsstöðvar með 35 spurningum úr námsefninu.

Nemendum var skipt í 4 manna hópa með 1 eða 2 iPadda á hóp og nemendur úr öllum þremur árgöngum (8.-10. bekk).

Öllum svörum var skilað rafrænt á netfang mitt (sem nemendur kunna fyrir) nema svör úr einstaklingsprófum. Þau sæki ég á sérstakan, lokaðan vef.

Áður höfðu nemendur skilað svokölluðum lokaverkefnum. En það eru frjáls verkefni þar sem nemendur hafa frjálsar hendur við vísindalega sköpun, rannsóknir eða tilraunir. 

En prófverkefnin voru bæði verkleg og bókleg, og jafnvel í einhverjum tilfellum leikur eða söngur. Hér má sjá örfá dæmi:







Hér áttu nemendur að láta dósir standa á brúninni með því að setja í þær rétt magn af vatni. Þessa og tvær álíka þrautir fann ég á Youtube og setti inn í prófið.










Oft voru svörin einfaldlega texti, jafnvel beint upp úr glósum nemandans sjálfs.




Stundum kusu nemendur að svara með orðum í stað þess að skrifa svörin. 

Að loknu prófi átti ég eina 400 ólesna tölvupósta sem verulega gaman var að fletta gegnum og skoða. Oft var mikil spenna og mikið fjör, sérstaklega við verklegar þrautir.

Síðasti hluti einkunnar í náttúrufræði verður bátasigling og náttúrurannsóknir á Elliðavatni í næstu viku.



Einkunn mun svo samanstanda af þessum þremur þáttum: 

Lokaverkefni / Próf (einstaklings- og samvinnu) / Bátasigling og rannsóknir.