Rafbækur





Allar bækur á þessari síðu má hver sem er nýta sér endurgjaldslaust við nám, kennslu og fræðslu. Bækurnar eru vinnugögn og því gætu leynst í þeim villur. Ég yrði glaður ef mér yrði bent á þær. Ábendingar og spurningar má senda á rthp@simnet.is.





















Myndir þú vilja vita það ef þú bærir með þér sjúkdóm sem einn góðan veðurdag slekkur á hæfileika þínum til að sofna og þín biði marga mánaða kvöl og pína – og svo dauði?











Hér er rætt um:

Meltingu og ensím, blóðrásina og efnasamsetningu blóðs, öndun og frumuöndun, taugakerfið, viðbrögð og sjónina, hórmóna og sérstaklega insúlín og kynhormóna, leit líkamans að jafnvægi, áhrif reykinga og áfengis á heilsuna.







Frumur 1

Um smásjártækni, smættun og frumukenninguna.





Rannsóknir á Bugðu 2.

Hér má finna yfirlit yfir helstu fuglategundir sem verpa við Bugðu. Nemendur merkja við þá fugla sem þeir sjá og skila skýrslu.

iBooks (notar flettimöguleika)


Rannsóknir á Bugðu 1


Hér má finna yfirlit yfir helstu gróðurtegundir  við Bugðu. Nemendur merkja við þær plöntur sem þeir sjá og skila skýrslu.

iBooks (notar flettimöguleika)





„Þegar drottningin heyrði þetta, varð hún öldungis hamslaus af hræðslu og bræði, og var komin á fremsta hlunn með að hætta að fara til brúðkaupsins. En öfundin rak hana áfram, og hún gat ekki á sjer setið, að sjá þó þessa nýju drottningu. En þegar hún kom inn í veizlusalinn, var hún nærri því liðin í óvit af ótta; því hún sá, að hin unga drottning var engin önnur en Mjallhvít.“





7 bls.

Árið 1947 heyrði bandarískur blaðasnápur að „diskur“ hefði hrapað nærri smábænum Roswell, Nýju-Mexíkó. Fréttin flaug af stað og enn í dag trúa margir að þar hafi verið á ferðinni geimverur frá öðrum hnöttum. Sannleikurinn er ekki alveg svo magnaður – en er samt mergjaður. Tengdur njósnum, sprengjum og paranoju.

Bókin byggir á opnum fyrirlestri í eðlisfræði frá Berkeley-háskóla í BNA.



Sækja:
.pdf



15 bls

Vísindasagan reyndi af öllu afli að grafa minningu Róberts Hooke. Hann var sakaður um að vera lyginn hugmyndaþjófur og eina málverkið sem til var af honum var látið hverfa eftir áralangar illdeilur Hookes við mesta vísindamann sögunnar, Ísak Newton. En Hooke var stórmerkilegur snillingur og deila hans við Newton var kannski ekki jafn einföld og Newton vildi meina. Þessi bók skyggnist inn í vísindasöguna eins og hún er gjarnan, mótuð af sterkum persónuleikum sem gjarnan vilja stýra því hvað framtíðin heldur um þá.

Sækja:
.pdf



14 bls

Er hægt að fá nýjar hugmyndir? Hvernig stendur á því að hlutir verða svona flóknir þegar maður hugsar um þá á ákveðinn hátt? Hvernig verður tilgáta að kenningu? Eru allar kenningar örugglega sannar?

Hér er fjallað um tengsl skynjunar og hugsunar og þá kosti og galla sem fylgja vísindalegri nálgun á veruleikann. 


Sækja:




Hér er verkefnabók/gátlisti sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar unnið er úr textanum. Hann er á formi spurninga sem skiptast í þrjá fokka: Tókstu eftir? Skildir þú? Hefur þú einhverju við að bæta?

Í fyrsta flokki eru spurningar með skýr, afmörkuð svör en reyna ekki á mikið annað en athyglisgáfu og eftirtekt. Í öðrum og þriðja flokki er reynt á skilning og frumlega hugsun.

Sækja:




9 bls.

Byggt á samsvarandi efni af Stjörnufræðivefnum.

Í þessari stuttu bók er fjallað um ljósið og allar þær upplýsingar sem það færir okkur um þau frumefni sem finna má úti í geimi. Farið er í saumana á litrófi frumefna og þær aðferðir sem notaðar eru til að para litróf þeirra við gleypilínur ljóss úr geimnum.

Sækja:



20 bls
Hvað vitum við?

Bókin fjallar um möguleikann á því að vita eitthvað fyrir víst. Efahyggja Descartes er kynnt og leið hans til öruggrar þekkingar. Fjallað er um skilyrði þess að eitthvað geti kallast vísindalegt og nokkrar hættur sem steðja að vísindaiðkun.

Sækja:


37 bls

Fjallað er um uppgötvun frumna, frumukenninguna og árekstra hennar við hugmyndir um sjálfskviknun lífs. Rætt er um þróunarkenningu Darwins og vísindalega sem óvísindalega gagnrýni á hana fyrr og síðar. Gagnrýninni er svarað og leiðir það út í hugmyndir um erfðir eiginleika, uppgötvanir Mendels og í framhaldinu uppgötvun DNA.
Sækja:


Ötzi

Í henni er fjallað um fund ísmannsins Ötzi á landamærum ítölsku og austurrísku Alpanna. Rætt er um ástæður þess að lík rotna eða rotna ekki og þær ályktanir sem draga mátti af vísbendingum á líkinu. Loks er fjallað um ráðgátu sem valdið hefur vísindamönnum miklum heilabrotum.

.pdf



Oft þarf bara eina hugmynd

Hér er fjallað um þrjár lausnir á aðkallandi vandamálum. Sú fyrsta er verkefnið Lítri af ljósi sem sprottið er frá MIT og felst í að kenna fólki að búa til lýsingu með því að nota rusl. Önnur er frásögnin af William Kamkwamba sem las bók um vindmyllur og smíðaði í kjölfarið vindmyllu í þorpinu sínu. Síðasta frásögnin er af fyrirbæri sem kallast V2G en það felst í að tengja farartæki við rafmagnsstofnnet og nýta þau sem rafgeyma fyrir umhverfisvæna orku.

.pdf

Gervigígar (verkefni)

Nákvæmar leiðbeiningar um litla vísindabók sem nemendur eiga að smíða í iBooks Author. Skiptist í eftirfarandi kafla: Verkefnislýsing, Hvar finn ég efni um gervigíga?, Hvar finn ég löglegar myndir?, Hvernig geri ég bókina?

Sækja (14 bls.):
.pdf

No comments:

Post a Comment